laugardagur, nóvember 12, 2005

99 % missheppnuð búðarferð

Jæja krakkar, hvað get ég sagt? Ekki mikið að frétta. Fór jú í kringluna í dag með Röggu og ætlaði að kaupa mér föt, en neibbs, stundum kemur fyrir að sum föt eru ekki til í minni stærð. En Kringlan er nú samt alltaf skemmtilegur staður til að vera á :)
Það eina sem passaði á mig, voru sokkar....
Ég verð bara heppin næst

föstudagur, október 28, 2005

Gegt flottir tónleikar

Úps. Gleymdi að nefna tónleikana hjá Flensborgarkórnum síðasta sunnudag. En stelpurnar, Ragga, Bára og Togga eru í kórnum svo ég gat bara ekki misst af tónleiknum. En þeir voru annars æðislegir.

mánudagur, október 24, 2005

Áfram stelpur

Fór niður í bæ í dag og vá hvað þetta var skemmtileg stemning. Um 50 þúsund mættu í bæinn og alveg hellingur af stelpum. Alveg æðislegt að svona margar skyldu mæta í bæinn. Að sjálfsögðu mætti ég. Fór með Röggu, Báru og fleirum og við skemmtum okkur alveg æðislega. Áfram stelpur!!!

þriðjudagur, október 18, 2005

Andvaka...og finnur sér eitthvað að gera

Það kemur fyrir að ég verði andvaka yfir næturnar og sofna þá ekki nema undir morgun. Og oftast reyni ég þá að horfa á sjónvarpið eða skrifa einhverja sögur. En um daginn var ég andvaka og af öllu sem mér hefði getað dottið í hug, tók ég upp naglaþjölina mína (þessa sem ég sagðist hafa týnt en fann aftur) og fór að pússa neglur og táneglur. Er þetta ekki sorglegt stelpur???

Slllleeeeeeeffffff og pínulítið meira slef!!!

Ég var um daginn bara á mínu venjulega netflakki þegar ég rakst á síðu með mynd af einum æðislegasta og mest hot gæja sem ég hef í langan tíma. Og já ég veit, ég er óð í stráka, en þetta er bara tímabundið...svona þangað til eilífðar!!!

Annars lítið að frétta, nóg að gera í skólanum og svona

sunnudagur, október 16, 2005

Dansi dansi dúkkan mín

Ég fór á ball í gær og vá, hvað það er gaman að dansa. Ég elska dans. Verst hvað allir á ballinu voru gamlir...hefði verið meira fjör ef karlþjóðin á ballinu hefðu nú verið yngri og einhleypir

mánudagur, október 10, 2005

Sex and the City!?!?

Ég hlýt að vera furðuleg stelpa þar sem ég var að uppgvöta þáttinn Sex and the City bara rétt í þessu, þegar ég horfði á skjá einn í kvöld.

laugardagur, október 08, 2005

Nýji James Bond

Var að skoða þessa frétt á Bio.is og ég er búin að ákveða hver eigi að leika James Bond.

laugardagur, október 01, 2005

Til hvers?

Afhverju er ég eiginlega að þessu bloggi.....ég er hvort sem er ekki Eva Levanna....

þriðjudagur, september 27, 2005

Æðibiti

Fór á Kalla og súkkulaðiverksmiðjuna í gær. Æðisleg mynd. Og það skemmir ekki fyrir að Johnny depp leikur í henni...

mánudagur, september 26, 2005

Hræðslumyndir !!!

Gvöð hvað ég var hrædd um dagin. Fór í bíó á myndina The Cave og ég og Bára vorum báðar að deyja úr hræðslu. Og eins og alltaf, þá finnst öllum eitthvað voða gaman að sjá mig hrædda á svona myndum...hvað á þetta eiginlega að þýða að draga mig á svona myndir???
Ég meina, ég hélt að ég gæti ekki sofið í nótt....

sunnudagur, september 25, 2005

Bloggpæjan Beggý

Jæja krakkar. Alltaf er ég að bæta við nýjum bloggurum og í þetta sinn er skvísan Beggý. Velkominn á blogglistan pæja.

laugardagur, september 24, 2005

Stelpur rúla!!!

Kvöldið i gær samanstendur af fullu fólki og "strákar eru fífl"
Þess vegna get ég ekki beðið eftir stelpukvöldinu :)

föstudagur, september 23, 2005

Afmælisdagur

Togga knúzí á afmæli í dag. 17 ára gömul. Til hamingju skvís. Kossar og knús

fimmtudagur, september 22, 2005

That's life

Keypt mér sko massa bleika naglaþjöl í dag og sit núna við tölvuna í náttbuxum, bleikum ullasokkunum mínum og er að laga neglurnar. That's life

Svo er djamm alla helgina, massa stuð stelpur

Crazy neglur!!!

Ég er að verða brjáluð hérna. Tókst að týna naglaþjölinni minni, sem er úr kristal og ég hef ekkert getað snyrt neglurnar mínar að viti...gvöð, það mætti halda að það væri strákur sem ætti þessar neglur ;)

miðvikudagur, september 21, 2005

Nammi namm....

Ooohhh, vitið stelpur, ég elska að fara í nudd. Er einmitt á leiðinni í nudd á eftir. Verður sko svaka kósý...

Gvöð...er þetta ég???

me
You're like me! The intelligent loner. You're shy
at times but friendly, and you are never weak
and always independent. You are incredibly
intelligent (wise beyond your years) and have a
talent for many things (sports, music, art).
You have a kind and warm personality and enjoy
the simple things. Like hanging out with
friends and watching movies at home. But you're
sometimes quiet nature makes you a bit of an
outcast and a mystery to people. No matter how
pretty you are or smart or athletic, you just
can't seem to break into the crowd and be
noticed. Don't worry, try to be more outgoing
and speak out when you have more to say. Don't
hide behind your books and sports and computer,
get out there and get noticed. You also have
deep desires in life and feel vunerable and
alone at times. Don't feel sad either, What
helps me to express feelings and dreams that I
can't say to people, is through my writting.
Maybe you should try.

What kind of girl are you? (with pix!)
brought to you by

þriðjudagur, september 20, 2005

Föt...já mig langar í föt!!!!

Ójá stelpur. Mig langar sko í einhver föt. Og meira að segja eitthvað bleikt. Fór í Smárlindina og sko slefaði yfir öllu sem mig langaði í, þið vitið, svona til að merkja mér allt þetta fallega, allavega þangað til ég á einhvern pening

mánudagur, september 19, 2005

Allt crazy

Jæja stelpur. Skólinn byrjaður, crazy fjör og ég verð að fara kaupa mér fleiri föt...

þriðjudagur, maí 31, 2005

Vetur-sumar?

Gvöð, ég hélt að öllu væri lokið þegar haglélið byrjaði í gær. Ég og Silja vorum bara á þessari venjulegri skoðunarferð á laugavegnum og þá hrynur veturinn yfir okkur. Við ekki sáttar og hlupum inn í næstu búð. Og svo varð allt á floti, en dagurinn reddaðist allur hjá okkur.

En ég ætla rétt að vona að svona verði ekki sumarið. Ég ætla sko að verða fataglöð og kaupa eitthvað flott sumarpils, verður sko skvísu sumar ;)

sunnudagur, maí 29, 2005

Hér sit ég ein og sauma

Hafið þið séð heklaða bikinið í Tímariti moggans? Kannski ekki, en ég hef séð það og ég bara verð að hekla eitt stykki.

Fór í sund í dag og þegar ég var á leiðinni inní sturtu, þá koma ofaní nokkrir fótboltastrákar og auðvitað varð ég að vera aðeins lengur. Næst ætla ég að elta þá á æfingu :)

laugardagur, maí 28, 2005

Ó my god

Ætlaði að vera rosa dugleg og blogga í dag. Svo logga ég mig inn á bloggið en þá er síðan mín horfin!!! Skildi auðvitað ekkert í þessu. Og ég engin tölvunordi og ekki komin með neinn kærasta sem gæti reddað mér ;) svo ég leitaði á blogger.com og eftir smá stund fann ég það að ég hafði reynt svo mörg notendanöfn í gær að ég hafði gleymt hinu rétta. En hér er ég:)

Fólk að útskrifast og ég á leiðinni í fáeinar veislur. Alltaf gaman að hitta fólk og fara í veislur. Kveð í bili, þarf að finna einhvern föt fyrir veisluna og gera sig fína
Bæjó í bili

föstudagur, maí 27, 2005

Úje

Jæja elskurnar mínar. Þá er ég komin með blogg. Loksins. Veit ekki hvað ég var að hugsa, það er eins og finnast Orlando Bloom ekki vera sætur eða flottur. Ég meina það!!!

Allavega, reyni að vera dugleg að blogga hérna.