mánudagur, október 30, 2006

Vantar þig launalaust og skemmtilegt starf???

......ooohhhh...."andvarp".....
Jæja, ég hér með auglýsi lausa stöðu kúrifélaga :) Ef þú ert skemmtilegur og frábær, fyndin og elskulegur þá máttu halda áfram að lesa....:P
Meðfylgjandi upplýsingar þurfa að vera: (ekki í þessari röð)
1. Nafn
2. Staða
3. Skóstærð (og uppáhaldskór)
4. Menntun (ég verð nú að geta talað við kauða ;))

Og svo þurfið þið að svara þessum spurningum....
Erum við ein í heiminum?
Hvað finnst þér um litinn bleikan?
Og síðast en ekki síst, ætlarðu að hlægja af öllum bröndurum mínum? (Ef ég væri þú myndi ég segja já, annars áttu engan möguleika)

Vonast til þess að fá margar umsóknir, enda umtalaðasta og vinsælasta staðan :)

laugardagur, október 28, 2006

Vetrafrí..en ekki hjá löggunni

Jæja, komið vetrafrí í skólanum. Sem sagt frí á föstudaginn og mánudaginn. Er samt alveg nóg að gera, taka til heima, vinna myndir og svo þarf ég að fara með bílinn í skoðun í vikunni. Núna er það möst, þar sem löggann stoppaði mig í gærkveldi og boðaði mig í skoðun...dáldið langt síðan ég átti að mæta ;)

miðvikudagur, október 25, 2006

Lánað í svefni?

Það kom dáldið fyndið fyrir mig í vikunni. Ég nefnilega lánaði pabba mínum bílinn minn um morguninn án þess að hafa munað eftir því, sem sagt þegar ég var sofandi. Ég hef heyrt um að ganga í svefni, en að lána hluti í svefni...það er alveg nýtt :)

Já ég er komin með ljósmyndavinnu :) segi ekki meir hér, þið verðið bara að spyrja mig þegar þið rekist á mig :)

mánudagur, október 23, 2006

Extreme make-over 2

Jújú þetta er allt að koma. Ég breytti aðeins blogglistanum.

Fór í flugvél í gær með vini mínum til þess að taka myndir. Varð bara ekkert hrædd eins og síðast :P og það var ógó gaman :)

Hef ekki mikið meir að segja, flugskvís kveður í bili :)

laugardagur, október 21, 2006

Ég digga Next

Jæja krakkar, ég skrapp í Kringluna í dag. Fór með Ernu og Toggu. Við vorum ekkert að plana stórkaup en ég keypti mér gallabuxur í Next. Þær eru geggt flottar :)

Ég horfði á The man with two brains í gærkveldi með Maríu og Sigurjóni, fínasta grínmynd. Annars hef ég ekkert merkilegt að segja
Jú, annars, takk Erna og Togga fyrir U know what :*

Kveð í bili, sykurpúðinn Eva

miðvikudagur, október 18, 2006

Sund er æði

Ég elska sund.
Ég elska að geta farið með stelpunum í sund og spjallað í heita pottinum eða í gufu.
Ég elska að geta skellt mér í heita pottinn eftir smá skokk.
Ég elska að geta starað á flottu kroppana...þegar þeir loksins drattast til þess að mæta :P
Ég elska að fara eldsnemma í sund, áður en öll bílaumferðin heyrist og þögnin mætir kuldanum í ferska loftinu....verst er bara hvað ég er erfiður morgunhani :P
Og loksins hef ég fundið einhvern sem finnst gaman að fara í sund :)

Og já, extreme make-over heldur áfram næstu daga, bíðið bara spennt.

mánudagur, október 16, 2006

Extreme make-over

Já eða svona næstum því. Ég varð allavega að taka þessa síðu aðeins í skoðun og reyna laga hana. Ég er sátt við nýja útlitið, en þið krakkar?

Allavega, ætli ég reyni ekki að blogga aðeins næstu daga, þangað til, ostur :)