laugardagur, nóvember 18, 2006

Jólakötturinn???

Ég er kvefuð með meiru. Algjör hryllingur. Það er kalt, sem er allt í lagi ef ég þyrfti ekki að fara út :)
Tölvan að komast í lag :) en annað að segja um bílinn.
Ég veit hvað verður á jólalistanum mínum, og það verður aðeins peningar, helst fá það fyrirfram, t.d í byrjun desember eða svo :)

Kveð í bili, hin blanka mær.

mánudagur, nóvember 13, 2006

Ég segi það...

Ég er komin með fráhvarfseinkenni af því að taka ekki myndir. Gvöð hvað þetta er erfitt. En það fer nú að styttast að gert verði við tölvuna svo ég geti sett myndir þangað.

Haldið þið bara ekki að vinkona mín og greinlega æðislega frábæra dansari í magadansi hafi lent í 2.sæti í Íslandsmeistarakeppni í Magadansi á föstudaginn var. Frábært Vala og svo á hún afmæli í dag, 17 ára, til hamingju með þetta elskan :*

Kveð í bili....

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Hinn forni vetur...

Árið 1918 í janúar skall á svokallaður Frostaveturinn mikli. Frost um allt land og hafís hindraði skipaumferðir norðan fyrir alveg fram í apríl. Fólk gekk á milli lands og eyja í þá daga. Ég vil ekki að við frjósum í hel, en halló, það má nú alveg koma snjór svo veturinn verði ekki bara enn ein íslenska þjóðsögnin. Það lítur ekki út fyrir að þessi vika sé fyrirboði slíks vetur, enda rignir og snjóar til skiptis eins og um nærbuxur væri að ræða. Er verið að gera númer 2 eða hvað? Ætla ekki að svara þessu en þessum lélegum árstíðarbreytingum verður að linna. Ég vil snjó !!!

Mildar vetrarkveðjur, Ísdrottningin að bráðna :)

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Drottning kulda og ís

Það var kalt í dag. Og ég fór út að taka myndir. Brrr hvað það var kalt. En það er allt í lagi, því ég fékk nýja sæng frá mömmu og pabba og hún er æðislega kúrileg :)

Jahá, þið segið það...ja ég ætla allavega að hitta vinkonu og borða ís, langar í einhvern góðan ís :)
Þangað til seinna, kveður Ísdrottningin

föstudagur, nóvember 03, 2006

Nú verða sagðar fréttir

Ég held ég skelli mér í magadans á mánudaginn næsta...eða, kannski mánudaginn eftir mánudaginn. Var sko pæling að hitta krakkana í pítsu á mánudaginn.
Ég held að það sé gaman í magadans.

En vá núna verð ég að ræða annað. Bara rétt í þessu var haglél, ég sem var einmitt að furða mig á dökku skýjunum...hehe, líður ykkur ekki eins og þið séuð að fylgjast með beinni útsendingu. Mér liður allavega eins og ég sé fréttakona að lýsa hérna stórri frétt. Og ennþá heldur fréttin áfram því núna byrjaði að rigna. Og gvöð hér er önnur frétt.
Ég hélt að einhver væri bara á leið inn í íbúðina í gegnum svaladyrnar (erum á fyrstu hæð) en þegar ég kom að svölunum þá var þetta bara einhver útlendingur að þrífa gluggana. Ja ekki bara einhver en hann allavega er að vinna.
Jæja, þetta er bara bull hjá mér, ég sé ykkur seinna elskurnar.
Yfir til ykkar, Fréttagellan

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Massa skvís

Haldið þið ekki bara að gellan hafi mætt á sundæfingar hjá félagi nokkru. Þið vitið, fyrir fullorðna fólkið ;) hehe
Allavega, mjög hressandi.

Það er einn mánuður eftir af skólanaum..jii hvað þetta liður hratt. Og svo koma bráðum jól...jii enn og aftur hvað tímanum liður hratt. En nóg um það, jólin verða ekki rætt aftur fyrr en kominn er tími til. Þangað til...hvar eru umsækjendurnir fyrir nýja starfinu, þarf ég að fara setja mynd af mér á netið svo ég fái athygli :P

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Smælaðu til mín og ég smæla til þín

Það er nú (ó)skemmtilegt að segja frá því að síðustu dagar hafa verið rigningarlegir í sálartetrinu...
En það er líklega allt saman á enda, enda er allt svo gaman hjá mér :)
Mig langar rosalega að kaupa mér kjól núna, bara skreppa í næstu búð og akratadabra, fallegur kjóll. Og skó, rosalega langar mig að kaupa mér skó. Ég ætti kannski að setja inn aðra umsókn.
"Laus staða fyrir manneskju sem er tilbúin til þess að gefa mér allt sem mig langar í, eða jafnvel bara klára þetta af og gefa mér nokkrar miljónir. Svör sendist strax og fleiri upplýsinga er ekki þörf"
Já ég held það bara, þetta hljómar vel :)
Kveð í bili, gleðigjafinn Bjartmær