föstudagur, desember 29, 2006

Gleðileg jól elskurnar mínar

Þegar ég fer í jólafrí, þá er það sko jólafrí og ekkert blogg, eða næstum því. Það þýðir ekki að láta mínu dyggu aðdáendur mína þorna upp vegna þess hversu mikið þið þyrstir í fréttir af mér :)

Ég er búin að borða mikið og sofa alveg þónokkuð. Ég fékk líka góðar gjafir, bakpoka fyrir myndavélina mína, linsu og fjarstýringu fyrir vélina. Ég fékk bleikan og stóran trefil, bangsa, gjafakort í smáralind, hálsfesti, naglalakk og kórónuspennu í hárið því ég er jú svo mikil drottning :P og svo fékk ég ullarsokka sem vinkona mín gerði og listaverk sem önnur vinkona mín gerði. Ég fékk líka diskinn með Sigga Pálma og þá held ég að allt sé talið upp. Hefði alveg viljað fá Despó Housó 1 og 2...en ég kaupi það bara út í búð :P
Var nú svo heppin að fá lánaða fyrstu seríu og er að horfa á þetta þessa dagana

Það eru að koma nýtt ár og það þýðir tvennt...mikið og skemmtilegt myndefni :P og svo djamm á gamlárskvöld/nýársnótt...újé :D fjör fjör fjör. Hélt að ég væri að verða veik í morgun en sem betur fer ekki. Búin að bíða í heilan mánuð eftir djammi :)

Jæja, þangað til næst, kveð ég í bili, skemmtið ykkur dúllurnar mínar, Eva djammgella :)

E.s kominn nýr bloggvinur :) Mummi New york búi, löngu kominn tími að hann kæmi á blogglistann

þriðjudagur, desember 19, 2006

Allt að gerast...

Jájá er það ekki bara :P...jú ég held ég verði að skrifa dáldið langt blogg....

Allavega, ég náði öllum prófum :) jíbbí....útskrift næsta haust !!!
Og ég að vinna í fríinu. Byrjaði um helgina og var alveg búin eftir helgina. Það rigndi í gær svo ég varð hundblaut og ákvað að klæða mig betur í dag. Ég á svo góðan bróður sem hefur verið á sjónum að ég fékk gallann hans lánaðan sem er sko vatnsheldur og svo stígvélin hans sem eru eins og geimskór enda þola 20 stiga frost. Geðveikir !!!

Jólin að nálgast og ég ekki enn búin...ég held að það eina sem ég fái í jólagjöf er stress....en vonandi ekki.

Jæja, best að halda áfram að undirbúa jólin, bless í bili, jólastressstelpan

fimmtudagur, desember 14, 2006

OMG!!! 10 dagar....!!!

Gvöð minn góður, það eru of stutt í jólin því ég á allt eftir :( Svona er þetta að vinna og prófin. Virðist bara ekki hafa tíma í eitt né neitt. Ég verð að vinna núna næstu daga frá allavega 13-19 ef ekki lengur svo það verður nóg að gera en þetta reddast nú vonandi á næstunni :)

Ég bakaði í fyrsta sinn laufabrauð í dag. Það er svo sem ekkert merkilegt, hinsvegar bjó ég til sælgæti um daginn og það er sko merkilegt :P hehe, enda æðislega gott. Það er marsipan kúlur hjúpaðar súkkulaði og kókósmjöli :) nammi namm.
Svo ég er að verða fyrirmyndargella í eldhúsinu ;)

Læt þetta vera nóg í bili, þangað til, jólastresssgellan

sunnudagur, desember 10, 2006

Blogglistinn

Hey já, bara nefna að Harpa elskan er komin á blogglistann minn. Ef það eru einhverjir þarna úti sem telja sig eiga að vera á listanum mínum, endilega blaðrið því í kommentakerfið :)

Helstu fréttir

Ég fór í gær að leita að jólalestinni sem var þá nýbúin að keyra framhjá húsinu okkar. Eins og segir í þessari frétt þá voru bílarnir fimm talsins með öflugt hljóðkerfi svo þeir áttu ekki að fara framhjá neinum. En þeir gerðu það nú samt. Ég og litli bróðir leituðum og leituðum og bara fundum lestina hvergi. Hvernig er hægt að týna heilli lest ég bara spyr :P

Ég las í frétt á mbl.is venjulegir smokkar séu of stórir á Indverja. Greyið þeir, að geta ekki notað venjulega smokka. Hversu lítlir eru þeir eiginlega, mætti halda að þeir væru bara einhver krúttípútt :P

Jæja, hef ekki mikið meir að segja, kannski blaðra eitthvað á morgun, bæjó

laugardagur, desember 09, 2006

Jólasnjór....:D

Góðan daginn krakkar. Haldið þið bara ekki að það sé byrjað aftur að snjóa :) mætti samt vera minna af óveðrinu. Kannski ég fái mér heitt kakó í kvöld.

Annars er ég fótalaus í dag. Svona næstum því...ég var að vinna í morgun og ég er búin á því.

Prófin ganga vel og síðast prófið á mánudaginn. Ooohh hvað það verður næs. Vikufrí áður en ég byrja svo að vinna á fullu.

Jólin að koma og jólalistinn að verða bara nokkuð myndarlegur, já eða bara krúttlegur. Ég kannski set hann hér inn við tækifæri...Svona ef þið viljið gefa mér eitthvað af honum :)

Þangað til í bili...bless, Eva fótalaus

þriðjudagur, desember 05, 2006

Jólin koma....

Jæja, 2 próf búin af 3 og bráðum jólafrí. Svona næstum því. Vinna allavega eitthvað.
Fór í bíó í kvöld (mánudaginn) og sá Flushed away. Rosalega skemmtileg, farið á hana :)

Og já, nýjasta gellan í bloggheimum er loksins komin með blogg (aftur...:P) Ragga í bragga :)
Velkomin elskan :*

laugardagur, desember 02, 2006

Blogg???

Hvað skyldi það nú vera? Ég þarf allavega að rifja upp enda dáldið síðan ég skrifaði síðast. Prófin byrjuð og nóg að gera. Verður samt gott að klára þau.
Tölvan er komin í lag. Húrra fyrir því :)

Ragga átti afmæli um daginn, 18 ára gömul elskan, til lukku með það :*
Íslendingar fögnuðu fullveldisdeginum í gær, eða bara fáeinir, ekki margir. Fólk var allavega mjög undrandi þegar ég óskaði því til hamingju með daginn ;)

Ég er ennþá að bíða eftir stóra lottóvinningnum. Ætti kannski að kaupa miða líka...

Hef svo sem ekki annað að segja. Heyri í ykkur síðar