mánudagur, maí 29, 2006

Stórir skór???

Jæja krakkar, getið þið sagt mér hvar ég finn skóbúð fyrir stórar konur???

sunnudagur, maí 28, 2006

Hvílík helgi

Helgin er búin að vera alveg mögnuð. Vinstri grænir fengu einn mann inn, eða réttara sagt konu, sjálfstæðismenn fengu aðeins 3 menn en Samfylking 7 menn.

En nóg um pólítik, ég fór á Litlu Hryllingsbúðina í Íslensku óperunni. Frábær sýning og mjög gaman.
Í kvöld fór ég á Tabas barinn í tilefni af því að vinkona mín átti afmæli í gær og alveg frábær matur.
Með öðrum orðum, alveg yndisleg helgi :)

fimmtudagur, maí 25, 2006

Helgin framundan...

Jæja, ég er byrjuð að vinna, sem er gott og vont. Sef of mikið og tíminn nýtist ekki, en svo er gott að vera komin í vinnu og hætt að "hanga" heima :)

Ég er að fara í leikhús á laugardaginn að sjá Litlu Hryllingsbúðina í fyrsta sinn :) og svo eru kosningar á laugardaginn, gaman gaman...

miðvikudagur, maí 17, 2006

Þegar ég verð stór, ætla ég að vera Sylvía Night, shining in the bright :)

Ég búin að fá úr prófum og ég því miður féll í íslensku 403 og þýsku 203. Gengur bara betur næst :) Annars byrja ég nú ekki að vinna að fullu fyrr en næsta mánudag, svo ég er nú bara að tjilla næstu dagana og láta mér leiðast af og til :)
Evróvisjón er á fimmtudag og laugardag og vá hvað mig hlakkar til :D Ég elska Evróvísjón og mér finnst Sylvía Night vera bara kúl...

Hmmm, það var örugglega meira sem ég ætlaði að segja hérna....

mánudagur, maí 15, 2006

Helgarfréttir

Helgin var ágæt. Vann á laugardaginn, fór í Heiðmörk með Sjöfn og vini hennar um miðnætti og grilluðum sykurbúða við "mikið bál" :)
Fór í pílukast fyrr um kvöldið með nokkrum krökkum og hitti þau svo í bænum um nóttina og djammaði með þeim. Sú nótt var frekar skondin. Jóna hjólaði full, Egill týndi vini sínum og ég keypti mér kjúklinga-kebab sem var vont. Muna: ALLTAF FÁ SÉR NONNA-BITA Á DJAMMINU....
Í gær sá ég svo rosalega flotta ljósmyndasýningar og um kvöldið skellti ég mér á fótboltaleik að taka myndir. Alltaf gaman að horfa á strákana hlaupa um :)
Svo kom lukkúdýr hjá öðru fótboltaliðinu og lagðist i grasið fyrir framan myndavélina og pósaði í sexý stellingum. Það var fyndið

Þrjár eðalskvísur eru komnar á blogglistann minn. Velkomnar Lilja frænka, Magga og Sigga :)

E.S það býr hundur í húsinu hér rétt hjá og af einhverjum ástæðum hljómar hann eins og viðvörunarhljóð í öryggiskerfi.....

fimmtudagur, maí 11, 2006

Bíómyndin

Ég fór að sjá Prime í kvöld (miðvikudaginn) ásamt Sjöfn og Maríu og fannst hún mjög góð, alltaf gaman á rómantískum gamanmyndum. Mæli með henni :)

miðvikudagur, maí 10, 2006

Skrítinn draumur

Þessu eigið þið aldrei eftir að trúa stelpur!!!
Sko, mig dreymdi nefnilega furðulegan draum sem ég man nú ekki alveg, þannig er það nú bara alltaf hjá mér, allavega...
Í draumnum var ég ungur strákur, 15 eða kannski eldri, þetta er jú dáldið óljóst, það sem var hinsvegar ekki óljóst var að ég (sem ungur strákur) og tveir strákar vorum tældir af konu og í enda draumsins segir hún "Ég á þrjá afmælisdaga, einn handa þér, þér og þér"
Svo endaði draumurinn og auðvitað fannst mér þetta mjög svo eðlilegt þvi að í draumum er allt eðlilegt ;)

þriðjudagur, maí 09, 2006

Já sumarið er komið :)

Ég er loksins búin í prófum og get farið að slaka á :)
Fékk mér ís í dag, hjólaði um bæin og hitti Lilju frænku. Ekki annað hægt en að eyða deginum úti, það var svo æðislegt veður og heitt, loksins :)
Kominn tími til að komast í sólbað og fá sér eitt stykki bíkínílínu ;) híhí.....

mánudagur, maí 08, 2006

Of dugleg???

Krakkarnir voru að grilla í Heiðmörk í kvöld og ég ákvað að hjóla þangað, rosa dugleg ég veit :)
Ég er kannski of dugleg því ég hafði ekki orku til þess að hjóla til baka, svo ég og hjólið mitt fengum far.

sunnudagur, maí 07, 2006

Sumarið er æði

Jæja, senn líður að síðasta prófi og ég er spennt fyrir því. Hlakka til að komast í smá frí frá lærdómi. Búin að vera dugleg við lestur og ætla rétt að vona að ég nái öllum prófum.

Á föstudaginn fór ég og Jóna saman í keilu, bara við tvær. Held ég hafi aldrei farið með aðeins einum í keilu, það var nú samt gaman, skemmtum okkur við að skoða strákana, allavega ég ;)

Í gær var lært og ég horfði á mynd sem heitir A dirty shame. Mæli ekki með henni....

Það var alveg æðislegur dagur í dag og já ég hefði fengið mér sundsprett í einhverri kaldri á en ég geri það bara seinna, einhver með? :)

fimmtudagur, maí 04, 2006

Hjól og pæling

Það var örugglega margt skemmtilegt sem gerðist frá því ég bloggaði síðast en ég hef ekki nennt að blogga svo ég segi bara frá því sem gerðist í dag...
...ég var nefnilega að kaupa mér hjól. Ætla mér sko að vera mjög dugleg að hjóla og koma mér í form og svo er líka svo gaman að hjóla :)

Hvað er svona flott í tónlistarmyndböndum þegar söngkonurnar líta út fyrir að vera sexý á meðan þær eiga að vera sorgmæddar, með hreyfingum og öllu???
Er þetta eitthvað sem þið strákarnir fílið?