föstudagur, desember 29, 2006

Gleðileg jól elskurnar mínar

Þegar ég fer í jólafrí, þá er það sko jólafrí og ekkert blogg, eða næstum því. Það þýðir ekki að láta mínu dyggu aðdáendur mína þorna upp vegna þess hversu mikið þið þyrstir í fréttir af mér :)

Ég er búin að borða mikið og sofa alveg þónokkuð. Ég fékk líka góðar gjafir, bakpoka fyrir myndavélina mína, linsu og fjarstýringu fyrir vélina. Ég fékk bleikan og stóran trefil, bangsa, gjafakort í smáralind, hálsfesti, naglalakk og kórónuspennu í hárið því ég er jú svo mikil drottning :P og svo fékk ég ullarsokka sem vinkona mín gerði og listaverk sem önnur vinkona mín gerði. Ég fékk líka diskinn með Sigga Pálma og þá held ég að allt sé talið upp. Hefði alveg viljað fá Despó Housó 1 og 2...en ég kaupi það bara út í búð :P
Var nú svo heppin að fá lánaða fyrstu seríu og er að horfa á þetta þessa dagana

Það eru að koma nýtt ár og það þýðir tvennt...mikið og skemmtilegt myndefni :P og svo djamm á gamlárskvöld/nýársnótt...újé :D fjör fjör fjör. Hélt að ég væri að verða veik í morgun en sem betur fer ekki. Búin að bíða í heilan mánuð eftir djammi :)

Jæja, þangað til næst, kveð ég í bili, skemmtið ykkur dúllurnar mínar, Eva djammgella :)

E.s kominn nýr bloggvinur :) Mummi New york búi, löngu kominn tími að hann kæmi á blogglistann

þriðjudagur, desember 19, 2006

Allt að gerast...

Jájá er það ekki bara :P...jú ég held ég verði að skrifa dáldið langt blogg....

Allavega, ég náði öllum prófum :) jíbbí....útskrift næsta haust !!!
Og ég að vinna í fríinu. Byrjaði um helgina og var alveg búin eftir helgina. Það rigndi í gær svo ég varð hundblaut og ákvað að klæða mig betur í dag. Ég á svo góðan bróður sem hefur verið á sjónum að ég fékk gallann hans lánaðan sem er sko vatnsheldur og svo stígvélin hans sem eru eins og geimskór enda þola 20 stiga frost. Geðveikir !!!

Jólin að nálgast og ég ekki enn búin...ég held að það eina sem ég fái í jólagjöf er stress....en vonandi ekki.

Jæja, best að halda áfram að undirbúa jólin, bless í bili, jólastressstelpan

fimmtudagur, desember 14, 2006

OMG!!! 10 dagar....!!!

Gvöð minn góður, það eru of stutt í jólin því ég á allt eftir :( Svona er þetta að vinna og prófin. Virðist bara ekki hafa tíma í eitt né neitt. Ég verð að vinna núna næstu daga frá allavega 13-19 ef ekki lengur svo það verður nóg að gera en þetta reddast nú vonandi á næstunni :)

Ég bakaði í fyrsta sinn laufabrauð í dag. Það er svo sem ekkert merkilegt, hinsvegar bjó ég til sælgæti um daginn og það er sko merkilegt :P hehe, enda æðislega gott. Það er marsipan kúlur hjúpaðar súkkulaði og kókósmjöli :) nammi namm.
Svo ég er að verða fyrirmyndargella í eldhúsinu ;)

Læt þetta vera nóg í bili, þangað til, jólastresssgellan

sunnudagur, desember 10, 2006

Blogglistinn

Hey já, bara nefna að Harpa elskan er komin á blogglistann minn. Ef það eru einhverjir þarna úti sem telja sig eiga að vera á listanum mínum, endilega blaðrið því í kommentakerfið :)

Helstu fréttir

Ég fór í gær að leita að jólalestinni sem var þá nýbúin að keyra framhjá húsinu okkar. Eins og segir í þessari frétt þá voru bílarnir fimm talsins með öflugt hljóðkerfi svo þeir áttu ekki að fara framhjá neinum. En þeir gerðu það nú samt. Ég og litli bróðir leituðum og leituðum og bara fundum lestina hvergi. Hvernig er hægt að týna heilli lest ég bara spyr :P

Ég las í frétt á mbl.is venjulegir smokkar séu of stórir á Indverja. Greyið þeir, að geta ekki notað venjulega smokka. Hversu lítlir eru þeir eiginlega, mætti halda að þeir væru bara einhver krúttípútt :P

Jæja, hef ekki mikið meir að segja, kannski blaðra eitthvað á morgun, bæjó

laugardagur, desember 09, 2006

Jólasnjór....:D

Góðan daginn krakkar. Haldið þið bara ekki að það sé byrjað aftur að snjóa :) mætti samt vera minna af óveðrinu. Kannski ég fái mér heitt kakó í kvöld.

Annars er ég fótalaus í dag. Svona næstum því...ég var að vinna í morgun og ég er búin á því.

Prófin ganga vel og síðast prófið á mánudaginn. Ooohh hvað það verður næs. Vikufrí áður en ég byrja svo að vinna á fullu.

Jólin að koma og jólalistinn að verða bara nokkuð myndarlegur, já eða bara krúttlegur. Ég kannski set hann hér inn við tækifæri...Svona ef þið viljið gefa mér eitthvað af honum :)

Þangað til í bili...bless, Eva fótalaus

þriðjudagur, desember 05, 2006

Jólin koma....

Jæja, 2 próf búin af 3 og bráðum jólafrí. Svona næstum því. Vinna allavega eitthvað.
Fór í bíó í kvöld (mánudaginn) og sá Flushed away. Rosalega skemmtileg, farið á hana :)

Og já, nýjasta gellan í bloggheimum er loksins komin með blogg (aftur...:P) Ragga í bragga :)
Velkomin elskan :*

laugardagur, desember 02, 2006

Blogg???

Hvað skyldi það nú vera? Ég þarf allavega að rifja upp enda dáldið síðan ég skrifaði síðast. Prófin byrjuð og nóg að gera. Verður samt gott að klára þau.
Tölvan er komin í lag. Húrra fyrir því :)

Ragga átti afmæli um daginn, 18 ára gömul elskan, til lukku með það :*
Íslendingar fögnuðu fullveldisdeginum í gær, eða bara fáeinir, ekki margir. Fólk var allavega mjög undrandi þegar ég óskaði því til hamingju með daginn ;)

Ég er ennþá að bíða eftir stóra lottóvinningnum. Ætti kannski að kaupa miða líka...

Hef svo sem ekki annað að segja. Heyri í ykkur síðar

laugardagur, nóvember 18, 2006

Jólakötturinn???

Ég er kvefuð með meiru. Algjör hryllingur. Það er kalt, sem er allt í lagi ef ég þyrfti ekki að fara út :)
Tölvan að komast í lag :) en annað að segja um bílinn.
Ég veit hvað verður á jólalistanum mínum, og það verður aðeins peningar, helst fá það fyrirfram, t.d í byrjun desember eða svo :)

Kveð í bili, hin blanka mær.

mánudagur, nóvember 13, 2006

Ég segi það...

Ég er komin með fráhvarfseinkenni af því að taka ekki myndir. Gvöð hvað þetta er erfitt. En það fer nú að styttast að gert verði við tölvuna svo ég geti sett myndir þangað.

Haldið þið bara ekki að vinkona mín og greinlega æðislega frábæra dansari í magadansi hafi lent í 2.sæti í Íslandsmeistarakeppni í Magadansi á föstudaginn var. Frábært Vala og svo á hún afmæli í dag, 17 ára, til hamingju með þetta elskan :*

Kveð í bili....

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Hinn forni vetur...

Árið 1918 í janúar skall á svokallaður Frostaveturinn mikli. Frost um allt land og hafís hindraði skipaumferðir norðan fyrir alveg fram í apríl. Fólk gekk á milli lands og eyja í þá daga. Ég vil ekki að við frjósum í hel, en halló, það má nú alveg koma snjór svo veturinn verði ekki bara enn ein íslenska þjóðsögnin. Það lítur ekki út fyrir að þessi vika sé fyrirboði slíks vetur, enda rignir og snjóar til skiptis eins og um nærbuxur væri að ræða. Er verið að gera númer 2 eða hvað? Ætla ekki að svara þessu en þessum lélegum árstíðarbreytingum verður að linna. Ég vil snjó !!!

Mildar vetrarkveðjur, Ísdrottningin að bráðna :)

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Drottning kulda og ís

Það var kalt í dag. Og ég fór út að taka myndir. Brrr hvað það var kalt. En það er allt í lagi, því ég fékk nýja sæng frá mömmu og pabba og hún er æðislega kúrileg :)

Jahá, þið segið það...ja ég ætla allavega að hitta vinkonu og borða ís, langar í einhvern góðan ís :)
Þangað til seinna, kveður Ísdrottningin

föstudagur, nóvember 03, 2006

Nú verða sagðar fréttir

Ég held ég skelli mér í magadans á mánudaginn næsta...eða, kannski mánudaginn eftir mánudaginn. Var sko pæling að hitta krakkana í pítsu á mánudaginn.
Ég held að það sé gaman í magadans.

En vá núna verð ég að ræða annað. Bara rétt í þessu var haglél, ég sem var einmitt að furða mig á dökku skýjunum...hehe, líður ykkur ekki eins og þið séuð að fylgjast með beinni útsendingu. Mér liður allavega eins og ég sé fréttakona að lýsa hérna stórri frétt. Og ennþá heldur fréttin áfram því núna byrjaði að rigna. Og gvöð hér er önnur frétt.
Ég hélt að einhver væri bara á leið inn í íbúðina í gegnum svaladyrnar (erum á fyrstu hæð) en þegar ég kom að svölunum þá var þetta bara einhver útlendingur að þrífa gluggana. Ja ekki bara einhver en hann allavega er að vinna.
Jæja, þetta er bara bull hjá mér, ég sé ykkur seinna elskurnar.
Yfir til ykkar, Fréttagellan

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Massa skvís

Haldið þið ekki bara að gellan hafi mætt á sundæfingar hjá félagi nokkru. Þið vitið, fyrir fullorðna fólkið ;) hehe
Allavega, mjög hressandi.

Það er einn mánuður eftir af skólanaum..jii hvað þetta liður hratt. Og svo koma bráðum jól...jii enn og aftur hvað tímanum liður hratt. En nóg um það, jólin verða ekki rætt aftur fyrr en kominn er tími til. Þangað til...hvar eru umsækjendurnir fyrir nýja starfinu, þarf ég að fara setja mynd af mér á netið svo ég fái athygli :P

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Smælaðu til mín og ég smæla til þín

Það er nú (ó)skemmtilegt að segja frá því að síðustu dagar hafa verið rigningarlegir í sálartetrinu...
En það er líklega allt saman á enda, enda er allt svo gaman hjá mér :)
Mig langar rosalega að kaupa mér kjól núna, bara skreppa í næstu búð og akratadabra, fallegur kjóll. Og skó, rosalega langar mig að kaupa mér skó. Ég ætti kannski að setja inn aðra umsókn.
"Laus staða fyrir manneskju sem er tilbúin til þess að gefa mér allt sem mig langar í, eða jafnvel bara klára þetta af og gefa mér nokkrar miljónir. Svör sendist strax og fleiri upplýsinga er ekki þörf"
Já ég held það bara, þetta hljómar vel :)
Kveð í bili, gleðigjafinn Bjartmær

mánudagur, október 30, 2006

Vantar þig launalaust og skemmtilegt starf???

......ooohhhh...."andvarp".....
Jæja, ég hér með auglýsi lausa stöðu kúrifélaga :) Ef þú ert skemmtilegur og frábær, fyndin og elskulegur þá máttu halda áfram að lesa....:P
Meðfylgjandi upplýsingar þurfa að vera: (ekki í þessari röð)
1. Nafn
2. Staða
3. Skóstærð (og uppáhaldskór)
4. Menntun (ég verð nú að geta talað við kauða ;))

Og svo þurfið þið að svara þessum spurningum....
Erum við ein í heiminum?
Hvað finnst þér um litinn bleikan?
Og síðast en ekki síst, ætlarðu að hlægja af öllum bröndurum mínum? (Ef ég væri þú myndi ég segja já, annars áttu engan möguleika)

Vonast til þess að fá margar umsóknir, enda umtalaðasta og vinsælasta staðan :)

laugardagur, október 28, 2006

Vetrafrí..en ekki hjá löggunni

Jæja, komið vetrafrí í skólanum. Sem sagt frí á föstudaginn og mánudaginn. Er samt alveg nóg að gera, taka til heima, vinna myndir og svo þarf ég að fara með bílinn í skoðun í vikunni. Núna er það möst, þar sem löggann stoppaði mig í gærkveldi og boðaði mig í skoðun...dáldið langt síðan ég átti að mæta ;)

miðvikudagur, október 25, 2006

Lánað í svefni?

Það kom dáldið fyndið fyrir mig í vikunni. Ég nefnilega lánaði pabba mínum bílinn minn um morguninn án þess að hafa munað eftir því, sem sagt þegar ég var sofandi. Ég hef heyrt um að ganga í svefni, en að lána hluti í svefni...það er alveg nýtt :)

Já ég er komin með ljósmyndavinnu :) segi ekki meir hér, þið verðið bara að spyrja mig þegar þið rekist á mig :)

mánudagur, október 23, 2006

Extreme make-over 2

Jújú þetta er allt að koma. Ég breytti aðeins blogglistanum.

Fór í flugvél í gær með vini mínum til þess að taka myndir. Varð bara ekkert hrædd eins og síðast :P og það var ógó gaman :)

Hef ekki mikið meir að segja, flugskvís kveður í bili :)

laugardagur, október 21, 2006

Ég digga Next

Jæja krakkar, ég skrapp í Kringluna í dag. Fór með Ernu og Toggu. Við vorum ekkert að plana stórkaup en ég keypti mér gallabuxur í Next. Þær eru geggt flottar :)

Ég horfði á The man with two brains í gærkveldi með Maríu og Sigurjóni, fínasta grínmynd. Annars hef ég ekkert merkilegt að segja
Jú, annars, takk Erna og Togga fyrir U know what :*

Kveð í bili, sykurpúðinn Eva

miðvikudagur, október 18, 2006

Sund er æði

Ég elska sund.
Ég elska að geta farið með stelpunum í sund og spjallað í heita pottinum eða í gufu.
Ég elska að geta skellt mér í heita pottinn eftir smá skokk.
Ég elska að geta starað á flottu kroppana...þegar þeir loksins drattast til þess að mæta :P
Ég elska að fara eldsnemma í sund, áður en öll bílaumferðin heyrist og þögnin mætir kuldanum í ferska loftinu....verst er bara hvað ég er erfiður morgunhani :P
Og loksins hef ég fundið einhvern sem finnst gaman að fara í sund :)

Og já, extreme make-over heldur áfram næstu daga, bíðið bara spennt.

mánudagur, október 16, 2006

Extreme make-over

Já eða svona næstum því. Ég varð allavega að taka þessa síðu aðeins í skoðun og reyna laga hana. Ég er sátt við nýja útlitið, en þið krakkar?

Allavega, ætli ég reyni ekki að blogga aðeins næstu daga, þangað til, ostur :)

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Sol sol skin a mig....

sky sky a islandi :)
Hihi..tid afsakid stafina en eg er i Bulgariu og vika eftir. Rosalega gaman og heitt. Ekki minna en 30 stiga hiti :)
Reyndar komu trumur og eldingar og tad rigndi i sirka 20 min en svo mikid ad tad myndudust ar a gotum.
Innlendu strakarnir eru ekkert svaka saetir en her eru strakar fra odrum londum, svo sem svidjod og teir eru saetir :)
For i gamlan bae rett Sunny Beach a manudaginn. Her er allt otrulega odyrt og allir vilja selja mer eitthvad einn, tveir og nuna. Herna djammar folk lika oll kvold, enda a eg stundum erfitt med ad sofa.
Annars buin ad kaupa mer tosku, sandala og bol og a eftir ad kaupa mer helling af einhverju meira.
Jaeja, best eg kvedji hedan i bili, fra strondinni og solinni og vid sjaumst sidar kruttin min :D

laugardagur, júlí 29, 2006

Afmæli og útlönd

Vinna, vinna og aftur vinna.....
Það er allavega nóg af henni og það sem verst er, ég er alltaf á kvöldvöktum og sef alveg til hádegis...:(
En ég á bráðum afmæli, þann 2.ágúst og svo er ég að fara til Búlgaríu :D
Hef heyrt að það sé hægt að kaupa helling af flottum fötum á nánast engu verði :P hlakka til, því ég ætla að eyða eins miklu og ég get :)
Svo er þetta fyrsta ferðin sem ég fer í og get eytt helling af peningum í föt :D

Hef ekki meira að segja, en ég skal vera dugleg að kjafta frá einhverju sniðugu...bæjó í bili :*

fimmtudagur, júlí 20, 2006

Sól sól skín á mig :)

Ójá, sólin er komin og ég skellti mér í sund. Svo ég gæti nú verið brún og sæt þegar gæjarnir mæta í sundið, og þeim hefur fjölgað, sem betur fer ;)

Annars er ég að fara í sumarbústaðinn okkar um helgina og Jóna beib ætlar að koma með :)
Ætlum að liggja á veröndinni í steikjandi hita og lítum líklega út eins og brúnar kartöflur eftir helgina :P

Núna leiðist mér, ekkert í tv og ég hef alltaf verið löt við að gera eitthvað annað en að tjatta á msn þegar ég er á netinu og núna er enginn á msn. Kannski ég taki naglaþjölina og reyni að vera sæt :)

mánudagur, júní 19, 2006

Til hamingju með daginn stelpur

Í dag eru 91 ár frá því að við fengum kosningarétt hér á Íslandi. Til hamingju með það stelpur.

Ég skrapp aðeins inn á www.femin.is í dag, eitthvað sem ég geri alltof sjaldan. Þar fann ég könnun sem segir mér hvernig ég kyssi.

Þú ert gamansöm.

Þér finnst gaman að kyssa. Þú vilt sæta, gamansama og daðursfulla kossa.
Það er ekki vafi á því að persónuleiki þinn er í takt við kossastílinn. Á meðan daður og gamansemi er skemmtileg og spennandi skaltu ekki láta það
spilla fyrir ástarlífi þínu. Það getur verið erfitt að snúa gamansömu sambandi yfir í alvöru langtímasamband, sérstaklega ef þið hafið bæði gaman að því að hafa hlutina létta og skemmtilega. Þú getur spurt sjálfa þig af hverju þú leyfir hlutunum sjaldan að snúast upp í ástríðu. Ert þú hrædd um að ákafinn verði of mikill? Óörugg um sjálfa þig og þína bólfimi? Vertu rómantísk og ástríðufull. Leyfðu sjálfri þér að týnast í ástríðunni og sýndu honum hvað
býr í hjarta þínu.


Hef ekki meir að segja í dag...áfram stelpur :D

mánudagur, júní 12, 2006

Þetta kemur nú ekki á óvart :)

You Are a Rainbow

Breathtaking and rare
You are totally enchanting and intriguing
But you usually don't stick around long!

You are best known for: your beauty

Your dominant state: seducing

miðvikudagur, júní 07, 2006

Æðislegt

Brúðkaup, brúðkaup og aftur brúðkaup. Fór reyndar í eitt en mig langar í miklu fleiri :D
Það var alveg æðislegt, kjóllinn hennar Völu alveg yndislega fallegur, hún var alveg guðdómlega falleg í honum :D
Athöfnin líka mjög falleg. Ég brosi ennþá frá því í gær, þetta var svo æðislegt.
Ég segi bara eins og hann Gummi: Hver vill giftast mér??? :D

mánudagur, maí 29, 2006

Stórir skór???

Jæja krakkar, getið þið sagt mér hvar ég finn skóbúð fyrir stórar konur???

sunnudagur, maí 28, 2006

Hvílík helgi

Helgin er búin að vera alveg mögnuð. Vinstri grænir fengu einn mann inn, eða réttara sagt konu, sjálfstæðismenn fengu aðeins 3 menn en Samfylking 7 menn.

En nóg um pólítik, ég fór á Litlu Hryllingsbúðina í Íslensku óperunni. Frábær sýning og mjög gaman.
Í kvöld fór ég á Tabas barinn í tilefni af því að vinkona mín átti afmæli í gær og alveg frábær matur.
Með öðrum orðum, alveg yndisleg helgi :)

fimmtudagur, maí 25, 2006

Helgin framundan...

Jæja, ég er byrjuð að vinna, sem er gott og vont. Sef of mikið og tíminn nýtist ekki, en svo er gott að vera komin í vinnu og hætt að "hanga" heima :)

Ég er að fara í leikhús á laugardaginn að sjá Litlu Hryllingsbúðina í fyrsta sinn :) og svo eru kosningar á laugardaginn, gaman gaman...

miðvikudagur, maí 17, 2006

Þegar ég verð stór, ætla ég að vera Sylvía Night, shining in the bright :)

Ég búin að fá úr prófum og ég því miður féll í íslensku 403 og þýsku 203. Gengur bara betur næst :) Annars byrja ég nú ekki að vinna að fullu fyrr en næsta mánudag, svo ég er nú bara að tjilla næstu dagana og láta mér leiðast af og til :)
Evróvisjón er á fimmtudag og laugardag og vá hvað mig hlakkar til :D Ég elska Evróvísjón og mér finnst Sylvía Night vera bara kúl...

Hmmm, það var örugglega meira sem ég ætlaði að segja hérna....

mánudagur, maí 15, 2006

Helgarfréttir

Helgin var ágæt. Vann á laugardaginn, fór í Heiðmörk með Sjöfn og vini hennar um miðnætti og grilluðum sykurbúða við "mikið bál" :)
Fór í pílukast fyrr um kvöldið með nokkrum krökkum og hitti þau svo í bænum um nóttina og djammaði með þeim. Sú nótt var frekar skondin. Jóna hjólaði full, Egill týndi vini sínum og ég keypti mér kjúklinga-kebab sem var vont. Muna: ALLTAF FÁ SÉR NONNA-BITA Á DJAMMINU....
Í gær sá ég svo rosalega flotta ljósmyndasýningar og um kvöldið skellti ég mér á fótboltaleik að taka myndir. Alltaf gaman að horfa á strákana hlaupa um :)
Svo kom lukkúdýr hjá öðru fótboltaliðinu og lagðist i grasið fyrir framan myndavélina og pósaði í sexý stellingum. Það var fyndið

Þrjár eðalskvísur eru komnar á blogglistann minn. Velkomnar Lilja frænka, Magga og Sigga :)

E.S það býr hundur í húsinu hér rétt hjá og af einhverjum ástæðum hljómar hann eins og viðvörunarhljóð í öryggiskerfi.....

fimmtudagur, maí 11, 2006

Bíómyndin

Ég fór að sjá Prime í kvöld (miðvikudaginn) ásamt Sjöfn og Maríu og fannst hún mjög góð, alltaf gaman á rómantískum gamanmyndum. Mæli með henni :)

miðvikudagur, maí 10, 2006

Skrítinn draumur

Þessu eigið þið aldrei eftir að trúa stelpur!!!
Sko, mig dreymdi nefnilega furðulegan draum sem ég man nú ekki alveg, þannig er það nú bara alltaf hjá mér, allavega...
Í draumnum var ég ungur strákur, 15 eða kannski eldri, þetta er jú dáldið óljóst, það sem var hinsvegar ekki óljóst var að ég (sem ungur strákur) og tveir strákar vorum tældir af konu og í enda draumsins segir hún "Ég á þrjá afmælisdaga, einn handa þér, þér og þér"
Svo endaði draumurinn og auðvitað fannst mér þetta mjög svo eðlilegt þvi að í draumum er allt eðlilegt ;)

þriðjudagur, maí 09, 2006

Já sumarið er komið :)

Ég er loksins búin í prófum og get farið að slaka á :)
Fékk mér ís í dag, hjólaði um bæin og hitti Lilju frænku. Ekki annað hægt en að eyða deginum úti, það var svo æðislegt veður og heitt, loksins :)
Kominn tími til að komast í sólbað og fá sér eitt stykki bíkínílínu ;) híhí.....

mánudagur, maí 08, 2006

Of dugleg???

Krakkarnir voru að grilla í Heiðmörk í kvöld og ég ákvað að hjóla þangað, rosa dugleg ég veit :)
Ég er kannski of dugleg því ég hafði ekki orku til þess að hjóla til baka, svo ég og hjólið mitt fengum far.

sunnudagur, maí 07, 2006

Sumarið er æði

Jæja, senn líður að síðasta prófi og ég er spennt fyrir því. Hlakka til að komast í smá frí frá lærdómi. Búin að vera dugleg við lestur og ætla rétt að vona að ég nái öllum prófum.

Á föstudaginn fór ég og Jóna saman í keilu, bara við tvær. Held ég hafi aldrei farið með aðeins einum í keilu, það var nú samt gaman, skemmtum okkur við að skoða strákana, allavega ég ;)

Í gær var lært og ég horfði á mynd sem heitir A dirty shame. Mæli ekki með henni....

Það var alveg æðislegur dagur í dag og já ég hefði fengið mér sundsprett í einhverri kaldri á en ég geri það bara seinna, einhver með? :)

fimmtudagur, maí 04, 2006

Hjól og pæling

Það var örugglega margt skemmtilegt sem gerðist frá því ég bloggaði síðast en ég hef ekki nennt að blogga svo ég segi bara frá því sem gerðist í dag...
...ég var nefnilega að kaupa mér hjól. Ætla mér sko að vera mjög dugleg að hjóla og koma mér í form og svo er líka svo gaman að hjóla :)

Hvað er svona flott í tónlistarmyndböndum þegar söngkonurnar líta út fyrir að vera sexý á meðan þær eiga að vera sorgmæddar, með hreyfingum og öllu???
Er þetta eitthvað sem þið strákarnir fílið?

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Do it :)

Þetta er mjög spes, ég fékk: Ég stakk kærastann minn af því að ég elska súkkulaði.
Segið svo í komment hvað þið fáið :)
Veldu mánuðinn sem þú fæddist:

Janúar- Ég drap
Febrúar- Ég sló
Mars- Ég svaf hjá
Apríl- Ég horfði á
Maí- Ég fróaði mér með
Júní- Ég slefaði á
Julí-Ég hló að
Ágúst- Ég stakk
September- Ég skaut
Október- Ég naut ásta með
Nóvember- Ég handtók
Desember- Ég kúkaðiá

Veldu núna afmælisdaginn þinn:

1. Hóru
2. Kærasta/una þína
3. Konu með HIV
4. Kynæsandi Dverg
5. Jólasvein
6. Playboykanínu
7. Giftri móðir
8. Kennara
9. Mömmu þína
10. Páskahérann
11. Köttinn
12. Djöflinum
13. Asíksum skiftinema
14. Jónsa í svörtum fötum
15. Stein
16. DVD spilara
17. Klámstjörnu
18. Síma
19. Tölvu
20. Húsið þitt
21. Svín
22. Lampa
23. Kúk
24. Davíð Oddson
25. 50 cent
26. Kynskifting
27. Yddara
28. Skólaumsókn
29. Birgittu Haukdal
30. Tappatogara
31. Prentara

Veldu Þriðja stafinn í eftirnafninu þínu:

A- Afþví að ég elska súkkulaði
B- Afví að mér leiddist
C- Afþví að buxurnar mínar voru of þröngar
D- Af því að ég þarf alltaf að prumpa
E- Af því að hjartað mitt er tvem nr of lítið
F- Af því að ég fékk engar gjafir um jólin
G- Afvþví mér finnst egg góð
H- Afþví að ég er á sýru
I- Afþví ég misteig mig
J- Afþví ég er með vörtu
K- Afþví mér líkar Cheer
L- Afþví að ég var skökk/skakkur
M- Afþví ég var full/ur
N- Afþví að mamma sagði mér að gera það
O- Afví ég er hýr
P- Því ér er einmanna
Q- Því mamma og pabbi eru alltaf að rífast
R- Afví að ég er gröð/graður
S- Því mig langar að deyja
T- Því ég hata skóla
U- Því ég þarf að fróa mér
V- Afþví að ég elska náttfata party
W- Afþví að það róar mig
X- Af því að ég elska marmelaði
Y- Afþví að ég elska prump
Ö- Því ég er að safna rassahárum

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Ég er að bíða....

Stjörnuspá ljónsins í dag hljómar svona:
Ástvinir mælast til þess að ljónið dekri við þá og sýni umhyggju, því athygli þess hefur töfrandi lækningamátt. Kannski hugsar það með sér: hvenær kemur röðin að mér? Ekki örvænta, það verður innan tíðar.
Og ég spyr því, hvenær??? :)

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Sumarið er komið

Sumarið er komið og ég var að vinna svo ég fékk ekki tækifæri að njóta þess eins og allir hinir.
Ég veit þó hvað ég ætla að gera til að fagna sumri, kaupa mér eitthvað sætt sumarpils :)....um leið og ég á peninga, og flotta skó :)

P.s....því miður fór ég ekki út að labba í morgun, en við gerum þetta einhvern tímann aftur seinna :)

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Morgunhress

Klukkan 7 í morgun vaknaði ég við það að síminn minn hringdi. Ég svaraði og hinum megin í símanum var hún Ragga sem vildi fá mig í göngutúr og ég sagði bara já. Þannig að ég við gengum bara hressar í nærri klukkutíma. Svaka duglegar :) Sé ekki eftir þessu.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Gleðilega hátíð

Vonandi höfðuð þið það gott um páskana. Ég hafði það gott og að sjálfsögðu fékk ég góðan mat hjá mömmu. Vorum í bústaðnum okkar og ég bauð vinkonu minni í mat. Hún hefði getað valið humar heima hjá sér en valdi lambalæri hjá okkur, híhí :)

Sin City er alveg rosalega flott tæknilega séð, myndatakan og hljóð er flott, söguþráðurinn settur flott fram en hún er jafnfram ógeðsleg og ofbeldisfull, ég hélt ég myndi bara gráta...svona næstum því. Mæli samt með henni, fyrir þá sem þola ofbeldi. Ég þoli hana allavega takmarkað, viðkvæm sál skilurru :)

laugardagur, apríl 15, 2006

Nýtt fólk

Enn bætist fólk á blogglistann, sú nýjasta er hún Vala, indverska prinsessan

föstudagur, apríl 14, 2006

Vinna vinna og svo koma páskarnir

Vinna í gær, vinna á morgun. Æi þetta er svo sem allt í lagi, ég fæ borgað :)
Ég fer í bústaðinn okkar á morgun, svona strax eftir vinnu. Ég fæ ekkert páskaegg, né er ég búin að kaupa mér slíkt. Þetta verða þá fyrstu páskarnir sem ég borða ekki páskaegg.
Ég hef engar áhyggjur af þessu, ég er bara mjög sátt við þetta frí og að hafa verið ein heima. Loksins fengið að njóta þess að vera ég, þið fattið mig sem þekkið mig :)

Jæja elskurnar mínar, nenni ekki að hafa þetta lengra, gleðilega hátíð

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Sektarlaust á sumardögum

Ég elska sektarlausu vikuna á Bókasafni Hafnarfjarðar. Það var víst ákveðið að framlengja sektarlausu vikunni svo ég fór þangað í gær með fjóra geisladiska sem ég hafði gleymt að skila og vissi að það væri sekt á þeim. Í gamni spurði ég afgreiðslumanninn að því hversu há skuld þetta hefði verið og hann svaraði: "2000 krónur" og ég auðvitað alveg himinlifandi því ég er svo blönk þessa daganna :(

Í dag finnst mér vera komið sumar. Ekki bara vegna þess að það er heiðskírt og sumarlegt veður, lika vegna þess að ég hef það bara einfaldlega á tilfinningunni. Ég finn sumarlyktina og ég er svo glöð og ánægð. Sumarið er bara besta árstíðin :)

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Bloggfólk

Þær Lilja og Solla eru nýjar á blogglistann minn. Velkomnar skvísurnar mínar :)

Og svo er ég komin með nýja lista hérna, fyrir öll krúttin sem ég hefði mögulega áhuga að hafa á listanum mínum :) Þau nýjustu eru Jóhann Andri og Valdís Helga

Draumar, gleði og gabb

Helgin var ágæt. Því miður varð ekkert úr vaxinu en ég keypti mér skó, buxur og bol :) Bara mjög sátt við það.

Mig dreymdi í nótt að ég hefði burstað tennurnar með sápu...mæli ekki með því, það er ógeðslegt.

Og ég var að átta mig almennilega á því í gær að Stuðmenn plötuðu mig. Bara vegna þess að ég heyrði þátt með Valgeiri og Jakobi Frímann í Geymt en ekki gleymt og heyrði gömul lög sem voru eftir allt saman ekki gömul. Ég held bara að þeirra gabb hafi verið flottast :)

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Stelpuhelgi

Ég fæ heimsókn um helgina sem verður alveg æðislegt :)
Ætlum á djammið, versla föt og make-up, og helgin verður sko alvöru stelpuhelgi :D
Hlakka til að sjá ykkur stelpur, langt síðan síðast :*

föstudagur, mars 24, 2006

Híhí, þetta vissi ég

You Are 40% Boyish and 60% Girlish

You are pretty evenly split down the middle - a total eunuch.
Okay, kidding about the eunuch part. But you do get along with both sexes.
You reject traditional gender roles. However, you don't actively fight them.
You're just you. You don't try to be what people expect you to be.

Ég sem klámstjarna....

Your Porn Star Name Is...

Venus Vegas


sunnudagur, mars 19, 2006

Söngleikir eru æðislegir

Fór að sjá myndina Rent, sem er gerð eftir söngleiknum Rent. Alveg æðisleg mynd, lögin og strákarnir. Þeir eru svo sætir í henni. Hugsa um að fara aftur á myndina :)

OMG ef einhver hérna sá þáttin með Queer eye for the straight gay þar sem straight gæinn var ömurlega neikvæður þá skiljið þið vel að gæjarnir mínir séu ekki eins og ykkar ;)
Þið sem þekkið mig, vonandi skiljið hvað ég á við :)

mánudagur, febrúar 27, 2006

Bloggið lifir...ennþá

Jóna segir að ég eigi að blogga því hún vill nýtt stuff. Kemur ekki á óvart að netfíklar eins og hún ;) vilji æ meir, áður en ég veit af þá eru hendurnar farnar. Svo er það hún Togga sem vill að ég segi ykkur frá því þegar við horfðum á myndina The Notebook.
Það er sko æðisleg og sætasta mynd sem ég hef nokkurn tímann séð, enda grétum við báðar fyrir framan sjónvarpið og andvörpuðum yfir því að eiga ekki kærasta.
Æi það er svo gaman að vera ung og einhleyp ;)

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Úff og meira úff...

Ég hefa bara ekki hugmynd um hvað síðasta færsla þýðir, man ekkert afhverju ég skrifaði aðeins "Ég er..."

Ég veit eiginlega ekki akkuru ég ætti að halda áfram að blogga. Ef þið vitið svarið þá vil ég gjarnan hlusta :)

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Áskorun á mesta sorprit Íslands

Þessi áskorun er ein sú besta áskorun sem ég hef tekið þátt í. Kominn tími til að eitthvað sé gert í þessu máli

Elska ykkur allar

Langar bara að segja við ykkur elskurnar mínar..allar mínar vinkonur, að það er frábært að eiga ykkur að..ég veit ekki hvernig ég færi að því að lifa ef ég hefði ekki ykkur krúttin mín :D...kossar og knúsar

sunnudagur, janúar 08, 2006

Útsölur og aftur útsölur

Neita því ekki að það er gaman að fara í búðir. Fór í gær á útsölur og keypti mér hitt og þetta á mig. Svaf ekki mikið í nótt svo ég notaði tækifærið og gerði ýmsa stelpuhluti ;) t.d með því að fjarlægja hár :)

Í dag nota ég svo tækifærið að læra og kannski eitthvað meira af þessum stelpuhlutum ;)

föstudagur, janúar 06, 2006

Gluggadagur

Sko, núna nenni ég að vinna í blogginu mínu. Linda krúttið mitt er t.d komin á blogglistann...kominn tími til.

Ógeðslegt veður úti í dag. Ég held bara að ég taki kvöldinu rólega. Lesi jafnvel eitthvað, tek til eða horfi á einhverja góða mynd í sjónvarpinu.

Nýjir á listann

Og já..Jóna elskan verður að vera á blogglistanum..velkomin elskan :)

Váááááá......

...það er langt síðan ég skrifaði eitthvað hér síðast. What's wrong people!!!! Eiginlega ekkert, þetta heitir víst leti ;)

Hey já, gleðilegt nýtt ár elskurnar mínar. Vonandi hefur árið 2005 verið jafn áhugavert hjá ykkur eins og hjá mér. Árið 2006 verður vonandi enn skemmtilegra og aldrei að vita nema ég komi á óvart þetta árið ;)

Klukkan orðin allt of margt og skóli í fyrramálið svo ég kveð í bili, knúsar og kossar :)