þriðjudagur, maí 31, 2005

Vetur-sumar?

Gvöð, ég hélt að öllu væri lokið þegar haglélið byrjaði í gær. Ég og Silja vorum bara á þessari venjulegri skoðunarferð á laugavegnum og þá hrynur veturinn yfir okkur. Við ekki sáttar og hlupum inn í næstu búð. Og svo varð allt á floti, en dagurinn reddaðist allur hjá okkur.

En ég ætla rétt að vona að svona verði ekki sumarið. Ég ætla sko að verða fataglöð og kaupa eitthvað flott sumarpils, verður sko skvísu sumar ;)

sunnudagur, maí 29, 2005

Hér sit ég ein og sauma

Hafið þið séð heklaða bikinið í Tímariti moggans? Kannski ekki, en ég hef séð það og ég bara verð að hekla eitt stykki.

Fór í sund í dag og þegar ég var á leiðinni inní sturtu, þá koma ofaní nokkrir fótboltastrákar og auðvitað varð ég að vera aðeins lengur. Næst ætla ég að elta þá á æfingu :)

laugardagur, maí 28, 2005

Ó my god

Ætlaði að vera rosa dugleg og blogga í dag. Svo logga ég mig inn á bloggið en þá er síðan mín horfin!!! Skildi auðvitað ekkert í þessu. Og ég engin tölvunordi og ekki komin með neinn kærasta sem gæti reddað mér ;) svo ég leitaði á blogger.com og eftir smá stund fann ég það að ég hafði reynt svo mörg notendanöfn í gær að ég hafði gleymt hinu rétta. En hér er ég:)

Fólk að útskrifast og ég á leiðinni í fáeinar veislur. Alltaf gaman að hitta fólk og fara í veislur. Kveð í bili, þarf að finna einhvern föt fyrir veisluna og gera sig fína
Bæjó í bili

föstudagur, maí 27, 2005

Úje

Jæja elskurnar mínar. Þá er ég komin með blogg. Loksins. Veit ekki hvað ég var að hugsa, það er eins og finnast Orlando Bloom ekki vera sætur eða flottur. Ég meina það!!!

Allavega, reyni að vera dugleg að blogga hérna.