miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Orðlaus..

...og hugmyndasnauð. Veit barasta ekkert hvað skal segja. Og þó...það eru víst bara allir komnir í kórinn, þ.e.a.s nema ég :) en það er alveg í lagi. Ég hef nóg við tímann að gera en þennan kór. Skólablaðið og skólinn.

Í gær átti hún Svanhvít afmæli, til hamingju með það elskan :*
María og Mummi áttu svo afmæli á sunnudaginn var, 11.febrúar. Til hamingju það elskurnar mínar :*

Fór annars í sund í gær með Röggu og Sigga og ég fékk að sjá meira en stelpur sjá almennt :P tíhí...say no more ;)

Hef ekki annað að segja
Eva "orðlausa" :P

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Nýjasta nýtt

Jæja krakkar. Ég barasta nenni ekki að segja frá síðustu dögum.
En í staðinn er ég með hugmynd. Og þessi er fyrir okkur stelpurnar :) Sorry strákar, þið megið vera með í einhverju öðru ;)

Allavega, mig langar í saumaklúbb :P hverjir eru game? :P
Er sko alveg að sjá þetta fyrir mér...baka saman, sleep over, föndra og bara..já :P eða bara eitthvað annað sem þið viljið..tíhí :)

Allavega, hverjar eru með? :)

föstudagur, janúar 19, 2007

Margt að gera og margt að segja

Fyrst á dagskrá...Vallý: til hamingju með að verða 19 ára elskan :* og hlakka til að mæta í villta partýið með ruslatunnum :P

Ég er að fara í ljósmyndaferð um helgina, jíbbí :)

Og ég hef lítið annað að segja, en langar að setja smá hérna. Sem ég geri eignlega aldrei, en ætla að leyfa mér í þetta sinn. Þið ráðið hvort þið fyllið út eður ei

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Ef þú þekktir mig ekki, og mættir mér eitthversstaðar, myndirðu halda að ég væri á föstu eða lausu?
4. Hversu vel telurðu þig þekkja mig?
5. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
6. Lýstu mér í einu orði.
7. Hvað er mest einkennandi við mig?
8. Hvaða búðir elska ég að fara í?
9. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
10. Þegar þú hugsar til mín hvaða fimm hlutir detta þér fyrst í hug?
11. Hvernig stelpa er ég, og í hvaða týpu flokkarðu mig?
12. Hvað minnir þig á mig?
13. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
14. Hversu vel þekkiru mig?
15. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
16. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?
17. Lokaorð til mín?

Bæjó í bili, gelgjan, Eva :P

sunnudagur, janúar 14, 2007

Úúú yeah

Jæja elskurnar mínar, nú sit ég hér í rúminu hennar Ernu að horfa á Finding temptations. Cuba Gooding Jr. (ok, þetta er örugglega ekki rétt skrifað) allavega, hann er sætur :) Jamms, svo við stelpurnar erum bara að chilla.

Þangað til í bili, bæjós elskurnar mínar
P.s rakarakvartett er æði :D

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Nýtt ár

Gleðilegt ár krakkar.
Jæja, áramótin hjá mér voru bara nokkuð góð :) Kom heim um 7 leytið á nýarsdag. Dansað og skemmt sér :P
Annars lítið að gerast. Skólinn að byrja og ég spennt fyrir önnini. Skemmtilegir áfangar hér á ferð og svo er nú líka stutt í útskrift. Næstu jól mun ég svo fá húfuna á kollinn og get þá sagst vera stúdína :P
Já þetta líður hratt en ég sé að ég er að skrifa leiðinlegt blogg svo ég kveð í bili...
Leiðinlega gellan Eva :P

föstudagur, desember 29, 2006

Gleðileg jól elskurnar mínar

Þegar ég fer í jólafrí, þá er það sko jólafrí og ekkert blogg, eða næstum því. Það þýðir ekki að láta mínu dyggu aðdáendur mína þorna upp vegna þess hversu mikið þið þyrstir í fréttir af mér :)

Ég er búin að borða mikið og sofa alveg þónokkuð. Ég fékk líka góðar gjafir, bakpoka fyrir myndavélina mína, linsu og fjarstýringu fyrir vélina. Ég fékk bleikan og stóran trefil, bangsa, gjafakort í smáralind, hálsfesti, naglalakk og kórónuspennu í hárið því ég er jú svo mikil drottning :P og svo fékk ég ullarsokka sem vinkona mín gerði og listaverk sem önnur vinkona mín gerði. Ég fékk líka diskinn með Sigga Pálma og þá held ég að allt sé talið upp. Hefði alveg viljað fá Despó Housó 1 og 2...en ég kaupi það bara út í búð :P
Var nú svo heppin að fá lánaða fyrstu seríu og er að horfa á þetta þessa dagana

Það eru að koma nýtt ár og það þýðir tvennt...mikið og skemmtilegt myndefni :P og svo djamm á gamlárskvöld/nýársnótt...újé :D fjör fjör fjör. Hélt að ég væri að verða veik í morgun en sem betur fer ekki. Búin að bíða í heilan mánuð eftir djammi :)

Jæja, þangað til næst, kveð ég í bili, skemmtið ykkur dúllurnar mínar, Eva djammgella :)

E.s kominn nýr bloggvinur :) Mummi New york búi, löngu kominn tími að hann kæmi á blogglistann

þriðjudagur, desember 19, 2006

Allt að gerast...

Jájá er það ekki bara :P...jú ég held ég verði að skrifa dáldið langt blogg....

Allavega, ég náði öllum prófum :) jíbbí....útskrift næsta haust !!!
Og ég að vinna í fríinu. Byrjaði um helgina og var alveg búin eftir helgina. Það rigndi í gær svo ég varð hundblaut og ákvað að klæða mig betur í dag. Ég á svo góðan bróður sem hefur verið á sjónum að ég fékk gallann hans lánaðan sem er sko vatnsheldur og svo stígvélin hans sem eru eins og geimskór enda þola 20 stiga frost. Geðveikir !!!

Jólin að nálgast og ég ekki enn búin...ég held að það eina sem ég fái í jólagjöf er stress....en vonandi ekki.

Jæja, best að halda áfram að undirbúa jólin, bless í bili, jólastressstelpan