fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Hinn forni vetur...

Árið 1918 í janúar skall á svokallaður Frostaveturinn mikli. Frost um allt land og hafís hindraði skipaumferðir norðan fyrir alveg fram í apríl. Fólk gekk á milli lands og eyja í þá daga. Ég vil ekki að við frjósum í hel, en halló, það má nú alveg koma snjór svo veturinn verði ekki bara enn ein íslenska þjóðsögnin. Það lítur ekki út fyrir að þessi vika sé fyrirboði slíks vetur, enda rignir og snjóar til skiptis eins og um nærbuxur væri að ræða. Er verið að gera númer 2 eða hvað? Ætla ekki að svara þessu en þessum lélegum árstíðarbreytingum verður að linna. Ég vil snjó !!!

Mildar vetrarkveðjur, Ísdrottningin að bráðna :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bleh, geymum snjóinn til jóla.