sunnudagur, desember 10, 2006

Helstu fréttir

Ég fór í gær að leita að jólalestinni sem var þá nýbúin að keyra framhjá húsinu okkar. Eins og segir í þessari frétt þá voru bílarnir fimm talsins með öflugt hljóðkerfi svo þeir áttu ekki að fara framhjá neinum. En þeir gerðu það nú samt. Ég og litli bróðir leituðum og leituðum og bara fundum lestina hvergi. Hvernig er hægt að týna heilli lest ég bara spyr :P

Ég las í frétt á mbl.is venjulegir smokkar séu of stórir á Indverja. Greyið þeir, að geta ekki notað venjulega smokka. Hversu lítlir eru þeir eiginlega, mætti halda að þeir væru bara einhver krúttípútt :P

Jæja, hef ekki mikið meir að segja, kannski blaðra eitthvað á morgun, bæjó

Engin ummæli: