miðvikudagur, apríl 12, 2006

Sektarlaust á sumardögum

Ég elska sektarlausu vikuna á Bókasafni Hafnarfjarðar. Það var víst ákveðið að framlengja sektarlausu vikunni svo ég fór þangað í gær með fjóra geisladiska sem ég hafði gleymt að skila og vissi að það væri sekt á þeim. Í gamni spurði ég afgreiðslumanninn að því hversu há skuld þetta hefði verið og hann svaraði: "2000 krónur" og ég auðvitað alveg himinlifandi því ég er svo blönk þessa daganna :(

Í dag finnst mér vera komið sumar. Ekki bara vegna þess að það er heiðskírt og sumarlegt veður, lika vegna þess að ég hef það bara einfaldlega á tilfinningunni. Ég finn sumarlyktina og ég er svo glöð og ánægð. Sumarið er bara besta árstíðin :)

Engin ummæli: