mánudagur, maí 15, 2006

Helgarfréttir

Helgin var ágæt. Vann á laugardaginn, fór í Heiðmörk með Sjöfn og vini hennar um miðnætti og grilluðum sykurbúða við "mikið bál" :)
Fór í pílukast fyrr um kvöldið með nokkrum krökkum og hitti þau svo í bænum um nóttina og djammaði með þeim. Sú nótt var frekar skondin. Jóna hjólaði full, Egill týndi vini sínum og ég keypti mér kjúklinga-kebab sem var vont. Muna: ALLTAF FÁ SÉR NONNA-BITA Á DJAMMINU....
Í gær sá ég svo rosalega flotta ljósmyndasýningar og um kvöldið skellti ég mér á fótboltaleik að taka myndir. Alltaf gaman að horfa á strákana hlaupa um :)
Svo kom lukkúdýr hjá öðru fótboltaliðinu og lagðist i grasið fyrir framan myndavélina og pósaði í sexý stellingum. Það var fyndið

Þrjár eðalskvísur eru komnar á blogglistann minn. Velkomnar Lilja frænka, Magga og Sigga :)

E.S það býr hundur í húsinu hér rétt hjá og af einhverjum ástæðum hljómar hann eins og viðvörunarhljóð í öryggiskerfi.....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú kannt bara ekki gott að meta :P reyndar er kebabið í svíþjóð 10x betra alveg allavegana ;)
en var stuð :D